Hoppa yfir valmynd
16. júní 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reiknivél fyrir kolefnisspor áburðartegunda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Magnús H. Jóhannsson, teymisstjóri hjá Landgræðslunni og Árni Bragason landgræðslustjóri. - myndDúi J. Landmark

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði í Gunnarsholti í dag reiknivél sem Landgræðslan lét búa til og reiknar út kolefnisspor mismunandi áburðartegunda.

Það var í lok árs 2020 sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Landgræðslunni styrk til verkefnisins „Hagræn áhrif og loftslagsáhrif áburðarnotkunar (HagLoft)“ sem unnið var í samstarfi við verkfræðistofuna EFLU. Markmiðið með verkefninu var að öðlast skilning á loftslagsáhrifum áburðarnotkunar og tengja við hagræna þætti. Reiknivélin, sem er afrakstur verkefnisins, reiknar út kolefnisspor mismunandi áburðartegunda bæði lífrænna og ólífrænna og setur í samhengi við m.a. innihald næringarefna og fjarlægðir á nýtingarstað.

Reiknivélin á að nýtast stjórnvöldum og stofnunum við að breyta áherslum í áburðarnotkun eftir því sem þurfa þykir. Niðurstöður útreikninganna benda til þess að kolefnisspor tilbúins áburðar til uppgræðslu sé oft stærra en þegar lífrænn áburður er notaður. Þar vegur þyngst kolefnisspor framleiðslunnar á tilbúna áburðinum.

„Þessi reiknivél gerir okkur kleift að bera saman kostnað á mismunandi tegundum áburðar og hve stórt kolefnissporið er frá þeim. Aukin notkun lífræns áburðar er í takti við eflingu hringrásarhagkerfisins og getur samkvæmt reiknivélinni í mörgum tilvikum skilað loftslagsávinningi. Ég vonast til að þetta nýtist til að taka ákvarðanir varðandi áburðarnotkun í landgræðslu og landbúnaði sem hafi hringrásarhagkerfið og áhrif á loftslagið í fyrirrúmi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Reiknivél um kostnað og kolefnisspor áburðarnotkunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta