Hoppa yfir valmynd
18. júní 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Forsætisráðherra veitir styrki úr Jafnréttissjóði Íslands

Frá afhendingu styrkja úr Jafnréttissjóði 18. júní sl. - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, veitti styrki úr Jafnréttissjóði Íslands við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Alls hlutu átta verkefni og rannsóknir styrki.

Forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina þar sem hún minntist á mikilvægi Jafnréttissjóðs Íslands þegar kemur að því að ýta úr vör verkefnum í þágu jafnréttis.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að stuðla að jafnrétti kynjanna hér á landi og á alþjóðavísu. Það má með sanni segja að þörfin sé brýn ef marka má það bakslag sem við höfum séð á síðustu árum í jafnréttismálum á alþjóðavísu og þá sérstaklega í faraldrinum. Við höldum því áfram, fögnum þeim sigrum sem hafa orðið í jafnréttismálum en erum um leið meðvituð um að við þurfum öll að halda baráttunni áfram.“

Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum nr. 144/2021 um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands.

Verkefni og rannsóknir sem hljóta styrk úr Jafnréttissjóði Íslands 2021

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta