Hoppa yfir valmynd
22. júní 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Friðlýsingakostir á Langanesi ræddir á íbúafundi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti Langanesbyggðar og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri Langanesbyggðar. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði íbúafund í Þórsveri á Þórshöfn í gær. Langanesbyggð boðaði til opins fundar til þess að ræða möguleika á friðlýsingu hluta Langaness.

Vorið 2020 fór Langanesbyggð þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að gerð yrði greining á mögulegum friðlýsingarkostum á Langanesi. Óskað var eftir því að kostir, tækifæri, takmarkanir og skuldbindingar yrðu m.a. skoðuð ásamt því að leggja mat á hvaða gerðir friðlýsinga kæmu til greina á svæðinu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Umhverfisstofnun verkefnið.

Á fundinum í gær var efni úttektar Umhverfisstofnunar kynnt. Það gerði Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og aðalhöfundur skýrslunnar. Þá hélt Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, erindi þar sem hann miðlaði reynslu Snæfellinga af Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Fundinum lauk svo með umræðum.

  • Íbúafundur á Þórshöfn. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta