Skýrsla um fýsileika þess að framleiða rafeldsneyti á Íslandi
Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040.
Notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum veldur um helming af CO2 losun sem er á beinni ábyrgð Íslands. Því er mikilvægt að meta þá kosti sem við höfum og þær fjárfestingar sem þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra orkugjafa í samgöngum á landi, á sjó og í lofti.
Hluti af þeirri lausn er að nota beint endurnýjanlegt rafmagn til að knýja samgöngutæki, en í sumum tilvikum er það ekki raunhæfur möguleiki.
Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum.
Skýrslan snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyta á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftslagsmarkmiðum.