Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu
Alls bárust 18 umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út 21. júní síðastliðinn. Hæfnisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun nú meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir um embætti við Stjórnarráð Íslands.
Skrifstofa innviða er önnur tveggja stoðskrifstofa ráðuneytisins. Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að samningum, innkaupum á vöru og þjónustu í heilbrigðiskerfinu, sjúkratryggingum, lyfjum og lækningatækjum, byggingaframkvæmdum, mönnun heilbrigðisþjónustu, úrvinnslu tölfræðiupplýsinga auk þess að framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.
Nöfn umsækjenda:
- Anna María Urbancic, rekstrarstjóri
- Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir
- Ari Matthíasson, deildarstjóri
- Ari Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur
- Hans Gústafsson, sérfræðingur
- Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri
- Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri
- Ingi Guðmundur Ingason, ráðgjafi
- Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
- Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar
- Soffía Arnþórsdóttir, líffræðilegur ráðgjafi
- Unnur Gunnarsdóttir, sérfræðingur
- Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Valdimar Björnsson, DBO og yfirmaður stöðugra umbóta
- Viðar Helgason, sérfræðingur
- Þórunn Oddný Steinsdóttir, settur skrifstofustjóri
- Þröstur Óskarsson, sérfræðingur