Hoppa yfir valmynd
28. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Blóðgjafafélagið styrkt um hálfa milljón á afmælisári

Heilbrigðisráðherra og fulltrúar Blóðgjafafélagsins - myndMynd: Jón Svavarsson

Þann 15. júlí næstkomandi eru 40 ár liðin frá formlegri stofnun Blóðgjafafélags Íslands. Í tilefni afmælisársins hitti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra forsvarmenn félagsins í liðinni viku og veitti félaginu 500.000 króna styrk. Blóðgjafafélagið hefur það markmið að efla blóðgjafastarfsemi og gæta hagsmuna blóðgjafa. Félagið sinnir öflugu kynningarstarfi og vinnur markvisst að því að fjölga blóðgjöfum, enda mikið í húfi eins og endurspeglast í kjörorði félagsins; Blóðgjöf er lífgjöf. Til að mæta þörf fyrir blóðgjöf hér á landi þarf Blóðbankinn um 12.000 blóðgjafir á ári, eða um 250 blóðgjafir á viku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta