Ísland tekur þátt í alþjóðlegri könnun OECD um traust
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu forsætisráðherra um þátttöku Íslands í alþjóðlegri könnun um traust á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.
Markmið könnunarinnar, sem verður framkvæmd í haust, er að kanna traust almennings til opinberra stofnana en einnig að kanna drifkraft trausts. Þá verður greint hvaða aðgerðir geti haft áhrif á traust til opinberra stofnana. Allt að 4 milljónum króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar verður varið til verkefnisins.