Ársskýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2020
Ársskýrsla utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fyrir árið 2020 er komin út. Markmiðið með skýrslunni er að auka gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna. Í skýrslunum er sérstaklega fjallað um fjölþætt viðbrögð og aðgerðir í tengslum við COVID-19.
Birting ársskýrslna ráðherra byggir á ákvæðum laga um opinber fjármál. Þar er kveðið á um að hver ráðherra skuli birta slíka skýrslu þar sem gerð sé grein fyrir niðurstöðu útgjalda málefnasviða og málaflokka og hún borin saman við fjárheimildir fjárlaga. Þá skal í skýrslunum meta ávinning af ráðstöfun fjármuna með tilliti til settra markmiða og aðgerða. Skýrslur allra ráðherra ríkisstjórnarinnar frá 2017 má nálgast hér.