Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2021 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra flutti ávarp á viðburði um kynjajafnrétti í opinberri stjórnsýslu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. - myndHaraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í viðburði á vegum íslenskra stjórnvalda og Þróunarmálaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um kynjajafnrétti í opinberri stjórnsýslu. Fundurinn var sendur var út með fjarfundarbúnaði í tengslum við fundarlotu háttsettra fulltrúa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (High Level Political Forum, HLPF).

Á viðburðinum var kynnt skýrsla UNDP og Háskólans í Pittsburgh um stöðu og þróun kynjajafnréttis innan opinberrar stjórnsýslu frá 2015-2020 hjá 139 aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Í ávarpi sínu á fundinum fagnaði Guðlaugur Þór útkomu skýrslunnar og undirstrikaði mikilvægi málaflokksins enda væri um grundvallarréttindi að ræða.

„Við náum aðeins að efla skilvirkni og gagnsæi hins opinbera með aðkomu kvenna að allri ákvarðanatöku. Blessunarlega hefur mikill árangur náðst í þessum málum á Íslandi. Þann árangur má rekja til baráttu kvenna, brautryðjenda, sem komu jafnréttismálum og valdeflingu kvenna á dagskrá stjórnmálanna,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni.

Í skýrslunni birtast töluleg gögn sem háskólinn í Pittburgh hefur safnað frá árinu 2000. Alþjóðlegur samanburður sýnir að hlutfall kvenna innan opinberrar stjórnsýslu hefur á undanförnum 20 árum aukist úr 43% í 49%. Þróunin er þó ólík, bæði á milli heimssvæða og landa, og sýna gögnin að í 32% tilvika mælist hlutur kynjanna jafn á þessum starfsvettvangi.

Skýrslunni fylgir einnig sérstakur viðauki um áhrif COVID-19 á stöðu kvenna á vinnumarkaði þar sem fjallað er niðurstöður rannsókna sem sýna nákvæð áhrif faraldurins á atvinnuþátttöku kvenna. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta