Flutningar forstöðumanna sendiskrifstofa
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi 1. ágúst nk.
Þórir Ibsen verður sendiherra í Peking 1. ágúst nk. Hann leysir Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra af hólmi sem kemur til starfa í ráðuneytið.
Hlynur Guðjónsson verður settur sendiherra í Ottawa en hann hefur gegnt stöðu aðalræðismanns í New York. Hann tekur við stöðunni af Pétri Ásgeirssyni sem kemur til starfa í ráðuneytið. Nikulás Hannigan, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, flyst á sama tíma í stöðu aðalræðismanns í New York.
Guðni Bragason er settur sendiherra í Nýju-Delí á Indlandi og tók við því embætti 1. júlí sl. en Kristín A. Árnadóttir tók í hans stað við stöðu fastafulltrúa í Vín frá 1. júní sl.
Matthías G. Pálsson flyst í stöðu fastafulltrúa í Róm og leysir þar af hólmi Stefán Jón Hafstein sem flyst til starfa í ráðuneytið.