Sjö sækja um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri.
Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Umsækjendur eru eftirfarandi, í stafrófsröð:
· Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur
· Guðmundur Magnússon, framkvæmdarstjóri
· Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri
· Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri
· Kristinn v Blöndal, ráðgjafi
· Linda Rut Benediktsdóttir, sviðsstjóri
· Suren Kanayan, læknir
Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðu forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til 5 ára frá 1. september 2021.