Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2021 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstóla eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, sem auglýst var laust til umsóknar þann 7. maí 2021. Alls bárust sjö umsóknir um embættið.

Niðurstaða dómnefndar er að Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embættið.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir.

Umsögn dómnefndar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta