Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

McKinsey valinn til ráðgjafar um framtíðarþjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss

Nýr Landspítali rís nú við Hringbraut og er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025-2026. Í upphafi framkvæmda var gerð þarfagreining en nú er kominn tími til að uppfæra hana. Áður en sú vinna hefst er mikilvægt að forsendur slíkrar þarfagreiningar liggi fyrir frá heilbrigðisráðuneytinu.

Heilbrigðisráðuneytið ákvað því að óska eftir liðsinnis ráðgjafa við að kortleggja forsendur þarfagreiningar Landspítala og bauð út þjónustu ráðgjafa vegna framtíðarþjónustu nýs Landspítala í lokuðu útboði eftir forval. Ráðgjöf um framtíðarþjónustu Landspítala var boðin út í febrúar 2021 og bárust fimm tilboð frá áhugasömum: Archus, Boston Consulting, Ernst & Young, KPMG og McKinsey. Þessum aðilum var boðið áfram í lokað útboð og kom það í hlut valnefndar að meta innsend tilboð þeirra. Niðurstaða valnefndar er að ráðgjafafyrirtækið McKinsey skoraði hæst.

Hröð þróun í heilbrigðisþjónustu undirstrikar mikilvægi þess að greining fari fram á framtíðarþjónustu nýs Landspítala við Hringbraut til að tryggja sem best samræmi við stefnumörkun stjórnvalda um að rétt þjónusta verði veitt á réttum stað innan heilbrigðisþjónustunnar með gæði, mönnun, skilvirk innkaup og árangur að leiðarljósi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta