Hoppa yfir valmynd
27. júlí 2021 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir Norræna félagið á Íslandi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Norræna félaginu á Íslandi 5 milljóna króna styrk í tilefni 100 ára afmælis félagsins á næsta ári.

Félagið hyggst setja á laggirnar tímabundinn afmælissjóð sem nýttur verður til að fjármagna viðburði og ýmis verkefni á afmælisárinu sem verður helgað norrænni menningu, vitund og norrænu samstarfi.

Markmið Norræna félagsins á Íslandi sem var stofnað 29. september 1922 er að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga og annarra Norðurlandabúa en félagið starfar í 30 deildum um allt land.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta