Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Framvinda aðgerða til að styðja við heilbrigðiskerfið í heimsfaraldri

COVID-19: Framvinda aðgerða til að styðja við heilbrigðiskerfið í heimsfaraldri - myndStjórnarráðið

Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Landspítala, heilbrigðisstofnanir og fleiri aðila, vinnur nú að ýmsum aðgerðum sem miða að því að styðja við Landspítala, styrkja getu hans til að takast á við kórónaveirufaraldurinn og sinna annarri mikilvægri þjónustu við sjúklinga. Ráðuneytið hefur fengið til starfa tímabundið Vilborgu Hauksdóttur, fyrrverandi skrifstofustjóra í ráðuneytinu, til að liðsinna við áætlanir  og framkvæmd þessara aðgerða í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnendur og ábyrgðaraðila.

Aðgerðirnar sem um ræðir lúta meðal annars að því að fjölga gjörgæslurýmum á Landspítala, vinna að tilfærslu verkefna milli heilbrigðisstétta innan stofnana til að jafna vinnuálag eftir því sem kostur er. Einnig verður unnið að því að styrkja tækjabúnað og aðra innviði á Landspítala. Að einhverju leyti er um að ræða útfærslu verkefna sem lögð voru til í skýrslu átakshóps frá liðnu ári, um aðgerðir til að létta álagi af bráðadeild Landspítala. Vilborg Hauksdóttir leiddi vinnu átakshópsins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta