Gæðastjórnunarkerfi ráðuneytisins hlýtur vottun
ISO 9001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir m.a. kröfur fyrir stofnanir sem vilja bæta árangur sinn. Gæðastjórnun miðar að stöðugum umbótum í starfsemi og slík kerfi fela í sér virka hvatningu til að sett séu skýr gæðaviðmið og -kröfur og þeim framfylgt með markvissum hætti. Á Íslandi eru yfir 100 fyrirtæki með vottað gæðastjórnunarkerfi en mennta- og menningarmálaráðuneytið er fyrst ráðuneytanna til þess að tryggja sér ISO vottun á sínu kerfi.
Vottunaraðili vegna þessa var BSI á Íslandi.