Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2021 Innviðaráðuneytið

Opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Almenningssamgöngur milli byggða. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 (aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur um land allt). Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar verða allt að 30 milljónir kr. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna.

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 10. september 2021.

Fylgiskjöl

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta