Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Forsætisráðherra ávarpaði World Pride Í Kaupmannahöfn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fund World Pride með norrænum jafnréttisráðherrum í Kaupmannahöfn í gær. Á fundinum var sjónum beint að velferð unga fólksins í hinsegin samfélaginu og mikilvægi þess að Norðurlöndin snúi bökum saman þegar kemur að því styrkja stöðu og réttindi hinsegin fólks.

Forsætisráðherra lagði áherslu á að mikilvægt væri að huga að stefnumótun og lagasetningu í málaflokknum og einnig að viðhorfum og viðurkenningu samfélagsins. Þá sagði hún frá nýlegri lagasetningu á Íslandi um rétt ungmenna 15 ára og eldri til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin kynvitund. Kynhlutlaus skráning væri jafnframt heimil. Enn fremur væru ný lagaákvæði sem banna óafturkræfar aðgerðir hjá börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni án samþykkis þeirra, mikilvæg réttarbót fyrir intersex börn.

World Pride í Kaupmannahöfn stendur yfir alla vikuna og er hægt að fylgjast með fjölmörgum viðburðum í beinu streymi. 

https://copenhagen2021.com/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta