Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Drög að opinberri skýjastefnu í samráðsgátt

Drög að skýjastefnu hins opinbera hafa verið lögð í samráðsgátt. Þetta er í fyrsta sinn sem stefna er unnin um notkun skýjalausna, en hún er mikilvægur hluti stafrænna umskipta og er markmið stefnunnar að samræma markmið í notkun slíkra lausna og útfærslu þeirra.

Áherslur í stafrænni þjónustu og notendamiðaðri þjónustuhönnun hafa gert auknar kröfur til stofnana um hraða og skilvirka þjónustu. Skýjalausnir stytta afhendingartíma upplýsingatækniþjónusta og stuðla að hraðari, hagkvæmari og öruggari stafrænni þjónustu. Skýjalausnir eru nú þegar í notkun hjá mörgum opinberum aðilum og því brýnt að unnið sé að samræmingu þessara verkefna til hagræðingar og aukins öryggis.

Eru skýjalausnir m.a. mikilvægar þegar kemur að aukinni sjálfvirkni í stafrænum lausnum og hærra öryggisstigi upplýsinga og opinberra upplýsingakerfa. Í drögum að skýjastefnunni er farið yfir framtíðarsýn, markmið og áherslur sem opinberir aðilar styðjast við til að þróa og nýta skýjalausnir.

Drögin að stefnunni eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að veita umsagnir til 9. september.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta