Ákall kvenleiðtoga vegna stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan
Hópur kvenleiðtoga í heiminum hefur sent frá sér ákall til valdhafa í Afganistan um að tryggja og bæta réttindi kvenna og stúlkna í landinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, höfðu frumkvæði að ákallinu.
Í ákallinu lýsa kvenleiðtogarnir yfir þungum áhyggjum af þróuninni í Afganistan og vísa m.a. til fjölda tilvika þar sem brotið hefur verið á réttindum kvenna og stúlkna. Valdhafar í Afganistan eru sérstaklega hvattir til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og stúlkum.
Þá fullvissa kvenleiðtogarnir konur og stúlkur í Afganistan um að áfram verði fylgst náið með þróun mála í landinu og stutt við réttindi þeirra.
Auk Katrínar og Čaputová skrifa eftirtaldir kvenleiðtogar undir ákallið: Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, Katerina Sakellaropoulou, forseti Grikklands, Ingrida Šimonytė, forsætisráðherra Litháens, Maia Sandu, forseti Moldóvu, Jacinda Ardern, forseti Nýja-Sjálands og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Joint Call by women leaders to uphold and continue to advance equal rights and opportunities of girls and women in Afghanistan
We are deeply concerned about the current developments in Afghanistan, including the multiple reports on violations of the rights of girls and women in many parts of the country.
We call on current and future power holders in Afghanistan to respect the rights of women and girls, and to refrain from any steps that would impede their rights in areas such as employment, education, access to healthcare, culture or public office. We especially call on the authorities in Afghanistan to prevent every form of violence towards women and girls.
Irrespective of our differences, men and women are equal and their rights are inalienable and incontestable.
We, women leaders, want to reassure Afghan women and girls that we will closely follow the developments in their country, listen to their voices, and continue to support their rights and opportunities.