Hoppa yfir valmynd
8. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún ávarpaði samráðsfund um gerð Vegvísis um rafeldsneyti og vetni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuherra, ávarpaði í dag samráðsfund um gerð Vegvísis um rafeldsneyti og vetni. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 11. júní sl. var kynnt sú ákvörðun ráðherra að láta vinna slíkan vegvísi og er vinna við hann vel á veg komin.

Vegvísirinn mun vera byggður á áherslum úr Orkustefnu fyrir Ísland- sjá www.orkustefna.is- og aðgerðaráætlun Orkustefnu, sem kynnt var í byrjun árs, en þar er að finna nokkrar aðgerðir sem snúa beint að rafeldsneyti og vetni. Fyrir liggur að rafeldsneyti og vetni mun leika veigamikið hlutverk við að ná því markmiði Orkustefnu að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir 2050. Á það sérstaklega við um orkuskipti á sviði þungaflutninga, hafsækinnar starfsemi og flugs.

Vegvísi er ætlað að varða leiðina og setja fram ákveðinn ramma, sviðsmyndir og markmið í þeim efnum fyrir 2030, 2040 og 2050, að teknu tilliti til verðmætasköpunar og samkeppnishæfni Íslands m.a. varðandi möguleika á útflutningi á grænu vetni. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Roland Berger hefur komið að verkefninu og er frekara samráð fyrirhugað á næstum vikum, með það fyrir augum að endanlegur vegvísir muni liggja fyrir um miðjan október.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
7. Sjálfbær orka

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta