Hoppa yfir valmynd
14. september 2021 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Matvælaráðuneytið

Ráðherrar undirrita viljayfirlýsingu um þróunarverkefni til að draga úr losun koldíoxíðs

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneytanna og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf.

Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Fyrirtækin hafa áhuga á að setja upp starfsemi á Íslandi, en Ocean Geoloop AS hefur þegar hafið tilraunastarfsemi í Noregi. Aðferðin felur í sér að færa kolefnismettaðan sjó niður á dýpi með tilheyrandi uppstreymi kolefnisrýrs sjávar sem dregur í sig Co2 úr andrúmsloftinu. Á síðari stigum verði þannig framleiddur lífmassi á umhverfisvænan hátt.

Ýmsum spurningum er enn ósvarað varðandi þessa nýju tækni og er markmið samstarfsins m.a. söfnun upplýsinga, svo unnt sé að leggja mat á möguleg áhrif aðferðarinnar á vistkerfi sjávar, umhverfi, efnahag og samfélag, ekki síður en möguleika hennar til þess að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta