Hoppa yfir valmynd
15. september 2021 Innviðaráðuneytið

Samgöngur og jafnrétti - stöðugreining

Gefin hefur verið út stöðugreining um samgöngur og jafnrétti en höfundar eru Ásta Þorleifsdóttir og Sigrún Birna Sigurðardóttir. 

Í skýrslunni eru birtar niðurstöður um kynbundinn mun á notkun og stöðu kynjanna m.t.t. samgangna í víðum skilningi. Í greiningunni er fyrst og fremst stuðst við megindlegar rannsóknir með könnunum og samkeyrslum gagna úr opinberum gagnagrunnum, t.d. þjóðskrá, ökutækjaskrá og skrám yfir skírteini og atvinnuréttindi, auk upplýsinga frá stofnunum og fyrirtækjum. Ferðavenjukannanir og kannanir á ferðum innan vinnusóknarsvæða hafa veitt mikilvægar upplýsingar um kynbundinn mun á ferðavenjum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta