Hoppa yfir valmynd
16. september 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn haldinn í annað sinn

Í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum sem nú er haldinn í annað sinn munu forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg sameina krafta sína á rafrænum morgunfundi milli kl. 08:30 og 09:30 í fyrramálið, föstudaginn 17. september.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp í upphafi fundarins, Reykjavíkurborg kynnir jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunavottun og kynnt verður rannsókn á kynbundnum launamun sem Hagstofan gerði fyrir forsætisráðuneytið. Fundurinn verður öllum opinn á þessari vefslóð.

Síðar á morgun heldur Alþjóðlega jafnlaunabandalagið (EPIC) rafrænt málþing. Ísland á aðild að EPIC og mun forsætisráðherra einnig flytja ávarp á málþinginu. Á málþinginu munu fara fram pallborðsumræður með þátttakendum frá stjórnvöldum, samtökum launafólks og atvinnurekendum, fræðasamfélaginu og fleiri hagsmunaaðilum. Málþingið er öllum opið og stendur frá kl. 13:00 til 14:30. Upplýsingar um málþingið og skráningu má finna hér.

Markmiðið með alþjóðlega jafnlaunadeginum er að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf nái fram að ganga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta