Hoppa yfir valmynd
16. september 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Setja á laggirnar styrktarsjóð fyrir Íþróttasamband fatlaðra til að greiða aðgang einstaklinga að íþróttum

Þórður Árni Hjaltested, formaður stjórnar ÍF og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra skrifa undir samninginn.  - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett á laggirnar styrktarsjóð til þriggja ára fyrir Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) vegna verkefnis sem ætlað er að auka aðgengi fatlaðra að tómstunda- og íþróttatækjum þannig að fleiri einstaklingar hafi greiðari aðgang að ástundun á sínu áhugasviði. Árlega verða greiddar 10 milljónir króna úr sjóðnum.

Verkefnið miðar að því að styrkja starfsemi tengda aðildarfélögum ÍF og íþróttafélögum sem standa að starfi fyrir fatlað íþróttafólk. Aðildarfélög ÍF geta sótt um styrk vegna sértæks búnaðar eða annars sem talið er stuðla að auknum tækifærum og jafnrétti til þátttöku í íþróttastarfi.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra:

„Íþróttir- og tómstundir eru gríðarlega mikilvægar fyrir börn og unglinga og kostnaður við ýmist tæki getur oft verið þröskuldur inn í starfið fyrir fatlaða einstaklinga. Með þessum styrktarsjóði lækkum við þennan þröskuld inn í íþrótta- og tómstundastarf og virkjum fleiri einstaklinga til hreyfingar og þátttöku í skipulögðu starfi.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta