Hoppa yfir valmynd
17. september 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um líffræðilega fjölbreytni - bein útsending

Útsending frá Fjölbreytni lífs í nútíð og framtíð – málþingi um líffræðilega fjölbreytni hófst kl. 9 í morgun. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið standa sameiginlega að málþinginu í samstarfi við Stofnun Sæmundar fróða.

 
  

 

Málþingið er hluti af undirbúningi stefnumótunar og framkvæmdaáætlunar fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi, sem jafnframt á að styðja við framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um sama efni.

Markmið málþingsins er annars vegar að varpa ljósi á stöðu og þróun lífríkis lands og hafs. Hins vegar er markmiðið að draga fram ýmsar hliðar líffræðilegrar fjölbreytni sem ekki endilega blasa við, s.s. tengsl við lýðheilsu, náttúruvernd og endurheimt vistkerfa, loftslagsbreytingar, miðlun þekkingar og hvernig líffræðileg fjölbreytni er grundvöllur atvinnugreina eins og sjávarútvegs og landbúnaðar en einnig ýmiskonar líf- og erfðatækni og nýsköpunar á ýmsum sviðum.

Umræða málþingsins verður í kjölfarið notuð í vinnu stýrihópsins við mótun stefnu til næstu ára.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta