Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Forsætisráðuneytið

Hermann Sæmundsson skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumála

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Hermann Sæmundsson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu til fimm ára. Embættið var auglýst laust til umsóknar 5. ágúst sl. Alls bárust 22 umsóknir um embættið en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Af þeim 19 sem eftir stóðu voru sjö konur og 12 karlar.

Hæfnisnefnd sem skipuð var samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands mat þrjá umsækjendur mjög vel hæfa til að gegna embættinu. Að loknu heildarmati á gögnum málsins, viðtölum við umsækjendurna sem metnir voru mjög vel hæfir og á grundvelli umsagna var það mat ráðherra að Hermann Sæmundsson væri hæfastur til að gegna embætti skrifstofustjóra.

Hermann Sæmundsson er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Árósaháskóla. Hermann hefur starfað í Stjórnarráðinu frá árinu 1996, m.a. sem sérfræðingur, skrifstofustjóri og settur ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu og sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta