Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita 100 milljónir króna til að styðja við notkun heilbrigðistæknilausna í þjónustu við fólk í heimahúsi. Markmiðið er að veita meiri og betri þjónustu heim og auka öryggi og lífsgæði fólks. Þá gefa tæknilausnirnar færi á betri nýtingu mönnunar og geta jafnframt dregið úr innlögnum á sjúkrahús. Fjárveiting skiptist þannig að 67 milljónum verður veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkur og 33 milljónum króna til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.