Ný embætti forstjóra Barna- fjölskyldustofu og forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála laus til umsóknar
Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem tekur til starfa 1. janúar 2022.
Félagsmálaráðuneytið leitar að framsæknum stjórnanda sem hefur áhuga á að byggja upp nýja stofnun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun hafa eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga um barnavernd, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu
Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem tekur til starfa 1. janúar 2022.
Félagsmálaráðuneytið leitar að framsæknum stjórnanda sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða innleiðingar- og breytingaferli.
Helstu verkefni og ábyrgð
Barna- og fjölskyldustofu er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Stofnunin mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og fara með tilgreind verkefni í þágu barna sem nánar er kveðið á um í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.