Hoppa yfir valmynd
24. september 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðherra leggur fram aðgerðaáætlun gegn matarsóun

  - myndStjórnarráðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt  fram fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlun gegn matarsóun á Íslandi og þeim umhverfisáhrifum sem af henni hljótast.

Minni matarsóun — Aðgerðaáætlun gegn matarsóun samanstendur af 24 aðgerðum sem snúa að allri virðiskeðju matvæla, frá frumframleiðslu til neytenda. Aðgerðirnar miða að því að ná markmiði um að minnka matarsóun í allri virðiskeðjunni um 30% fyrir árið 2025 og um 50% fyrir árið 2030.

Áætlunin er í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og stefnu um úrgangsforvarnir. Hún gerir ráð fyrir samstilltu átaki samfélagsins alls; atvinnulífs, almennings og stjórnvalda. Samstarf atvinnulífs og stjórnvalda um málefnið verður aukið og atvinnulífið setur það í forgang. Þá verður reglubundnum mælingum á matarsóun komið á fót, hagrænir hvatar innleiddir, menntun og fræðsla aukin og stutt við nýsköpun, rannsóknir og þróunarvinnu sem dregur úr matarsóun.

„Hér eru settar fram aðgerðir sem miða að því að Ísland nái markmiðum sínum um minni matarsóun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Með því að minnka matarsóun drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda, myndun úrgangs og ágangi á takmarkaðar auðlindir jarðar. Við aukum fæðuöryggi, styðjum við líffræðilega fjölbreytni og spörum peninga. Þessi barátta margborgar sig.“

Aðgerðaáætlunin var unnin í góðu samstarfi við hagaðila. Hún byggir á tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2019 til að móta tillögur gegn matarsóun og í sátu fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs og frjálsra félagasamtaka.

 

Minni matarsóun — Aðgerðaáætlun gegn matarsóun

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta