Hoppa yfir valmynd
8. október 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Frumgerðir, Rúststeinar, hampur og íslenskt brimbretti meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Styrkþegar, stjórn og ráðherra við úthlutun í Grósku - myndAllar myndir: Víðir Björnsson

Endurnýting, nýsköpun og þróun efniviðar er rauður þráður verkefna styrkþega í seinni úthlutun Hönnunarsjóðs 2021, en hún fór fram í Grósku þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti styrkþegum styrkina ásamt því að formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, Birna Bragadóttir, kynnti þau verkefni sem hlutu styrk. Alls úthlutaði Hönnunarsjóður 19 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs auk 9 ferðastyrkja. Að þessu sinni var 20 milljónum úthlutað en alls bárust 82 umsóknir um rúmar 208 milljónir.

Hæsta styrkinn hlutu verkefnin Frumgerð frá Plastplan og Frábær smábær - Hjallurinn frá Ólafíu Zoëga sem hlutu 2 milljónir í þróunar- og rannsóknarstyrk hvort um sig. Feyging á íslenskum hampi og hönnun á vinnslubúnaði frá Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur hlaut 2 milljónir í verkefnastyrk. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og formaður stjórnar Hönnunarsjóðs, Birna Bragadóttir

Frábær smábær - Hjallurinn, Ólafía Zoëga hlaut 2.000.000 kr. 

Frábær Smábær er verkefni sem snýr að því að efla tengingu lítils smábæjar við sjóinn, skúrana og bryggjurnar sínar, sem áður voru stærstu samkomustaðir bæjarins en eru að miklu leyti horfnir á braut. Heimamenn fá nýja aðstöðu til sjósunds og gufubaðs sem verður einstök og markmiðið að ferðamenn flykkist að.

Frumgerð, Plastplan ehf hlaut 2.000.000 kr. 

Verkefnið „Frumgerð“ er annar fasi í stóru verkefni sem miðar af aukinni úrvinnslu á endurunnu plasti með áherslu á afurðasköpun. Unnið er að þróun tveggja vörulína, „Everyday“ og „Collect“ en afurðir þeirra verða framleiddar með sérsmíðuðum vélum, iðnaðar þrívíddar prentara og plötupressu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta