Hoppa yfir valmynd
19. október 2021 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir uppsetningu á La Traviata

Mynd/Menningarfélag Akureyrar - mynd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita þremur milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til Menningarfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna uppsetningar á óperunni La Traviata. Uppsetning óperunnar sem sýnd verður bæði í Hofi og Eldborg er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Menningarfélags Norðurlands.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun annast hljómsveitarleik á öllum sýningum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sýningar verða í Eldborgarsal Hörpu 6. og 7. nóvember nk. og í Hofi á Akureyri 13. og 14. nóvember. Er um að ræða fyrstu óperuna sem sýnd er í Hofi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta