Hoppa yfir valmynd
20. október 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýtt mælaborð um stöðu aðgerða í forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Nýtt mælaborð aðgerða í samþykktri forvarnaráætlun meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2021 – 2025 var kynnt í dag í forsætisráðuneytinu. Markmiðið með mælaborðinu er að fylgja eftir þeim aðgerðum sem settar voru fram í þingsályktun um forvarnir sem eru 26 talsins og skipt niður í sex meginþætti. Ábyrgðaraðilar aðgerða eru ýmist ráðuneyti, stofnanir og samtök. Mælaborðið verður uppfært reglulega í samræmi við framgang mála.

Á svæði mælaborðsins er farið yfir stöðu og framvindu aðgerða á myndrænan hátt en  hægt er að lesa nánar um stöðu hverrar aðgerðar á svæðinu.

Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, framlengt skipun stýrihóps um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 til loka árs 2025 í samræmi við gildistíma þingsályktunarinnar.

Verkefni stýrihópsins er að koma á samhæfðum vinnubrögðum, skýra ábyrgð, greina skörun og koma á góðu samstarfi ábyrgðaraðila við framfylgd forvarnaráætlunarinnar.

Stýrihópinn skipa:

  • Sunna Diðriksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneyti, formaður.
  • Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur og fulltrúi Jafnréttisstofu, varaformaður.
  • Sigrún Sóley Jökulsdóttir, sérfræðingur og fulltrúi Menntamálastofnunar.
  • Ólöf Ásta Farestveit, sérfræðingur og fulltrúi Barnaverndarstofu.
  • Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri og fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Jenný Ingudóttir, sérfræðingur og fulltrúi Embættis landlæknis.
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, sérfræðingur á skrifstofu framhaldsskóla og -fræðslu og fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Með stýrihópnum starfar Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta