Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Fjórtán sóttu um embætti forstjóra Landspítala

Landspítali - myndHeilbrigðisráðuneytið

Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala rann út á miðnætti. Umsækjendur eru 14 og eru nöfn þeirra birt hér að neðan í stafrófsröð.

  • Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
  • Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
  • Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
  • Hákon Hákonarson, læknir
  • Jan Triebel, læknir
  • Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
  • Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
  • Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
  • Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
  • Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
  • Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
  • Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.

Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til 5 ára frá 1.mars  2022.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta