Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2021 Utanríkisráðuneytið

Staða og horfur í öryggis og varnarmálum í brennidepli

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tim Radford hershöfðingi, ásamt yfirmanni P8-flugsveitar Bandaríkjahers. - mynd

Tim Radford, hershöfðingi og næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Atlantshafsbandalagsins (DSACEUR), heimsótti Ísland nú í vikunni.

Öryggis- og varnarmál og staða og horfur í alþjóðamálum voru í brennidepli á fundi Radfords með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á miðvikudag. Radford fundaði einnig með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra og fleira embættisfólki úr ráðuneytinu þar sem öryggispólitísk málefni í deiglu Atlantshafsbandalagsins voru í forgrunni, fjölþáttaógnir og varnartengd verkefni hér á landi.

Radford fékk kynningu á aðstæðum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og á starfsemi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Radford, sem er Breti, hefur gegnt núverandi embætti frá því í apríl 2020. Evrópuherstjórn Atlantshafsbandalagsins (SHAPE), sem staðsett er í Mons í Belgíu, fer með framkvæmd allra hernaðartengdra verkefna á borði bandalagsins, mönnun, áætlanagerð, skipulag og framkvæmd æfinga.

  • Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tim Radford hershöfðingi. - mynd
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Tim Radford hershöfðingi.  - mynd
  • Staða og horfur í öryggis og varnarmálum í brennidepli - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta