Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2021 Utanríkisráðuneytið

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fundar með aðstoðarframkvæmdastjóra OECD

Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD og Guðlaugur Þór Þórðarson - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra átti í vikunni fund með Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóra OECD. Knudsen var staddur á Íslandi til að sækja Heimsþing kvenleiðtoga (Reykjavik Global Forum) sem haldið var í fjórða sinn í Hörpu dagana 8.-10. nóvember.

Á fundinum fór Knudsen yfir helstu áherslumál OECD á sviði jafnréttismála og vakti athygli á starfi stofnunarinnar sem miðar að því að aðstoða aðildarríkin í starfi að jafnréttismálum, sjálfbærni og grænum lausnum. Ráðherra þakkaði Knudsen fyrir framlag hans á Heimsþinginu og sagði að Ísland myndi áfram styðja heilshugar við verkefni OECD í málaflokkunum. Jafnframt ræddu þeir stækkunarmál stofnunarinnar en Argentína, Búlgaría, Brasilía, Króatía, Perú og Rúmenía sækjast nú eftir aðild að OECD.

Knudsen var meðal sérstakra gestgjafa á Heimsþingi kvenleiðtoga í ár ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, Amina Mohammed aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Michelle Bachelet, Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta