Innlausnarmarkaður 2021 fyrir greiðslumark í sauðfé
Innlausnarmarkaður greiðslumarks í sauðfjárrækt og úthlutun þess til umsækjenda fór fram nú í nóvember.
Í úthlutunarreglum felst m.a. að umsækjendum er skipt í þrjá hópa með tilliti til forgangsröðunar. Úthlutun tekur mið af því að hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Á markaðnum voru 3.942 ærgildi innleyst frá 22 framleiðendum. Óskir um kaup voru 191 talsins og námu samtals 56.130 ærgildum. Í heildina er hlutfall ærgilda til úthlutunar 7,0% af óskum um kaup.
Hver framleiðandi í fyrsta forgangshópi fær alls 20,9% af kaupósk sinni úthlutað en framleiðandi í öðrum forgangshópi fær úthlutað 3,8% af kaupósk sinni. Ekkert var til úthlutunar fyrir þriðja hópinn, sem eru þeir umsækjendur sem eru með færri en 100 kindur á haustskýrslu 2020 eða ásetningshlutfall lægra en 1.
Niðurstaða úthlutunar er birt á heimasvæði hvers framleiðanda á afurd.is. Frestur kaupenda til að ganga frá greiðslu og þar með staðfesta kaupin er til 1. desember.