Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2021 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra ávarpaði tengslanet norrænna kvenna

Utanríkisráðherra ávarpaði tengslanet norrænna kvenna - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hélt opnunarávarp á ársfundi tengslanets norrænna kvenna í friðarumleitunum og sáttamiðlun (Nordic Women Mediators Network) í dag en fundurinn fer fram hér á landi dagana 17.-19. nóvember.

Ársfundurinn er haldinn í samvinnu við jafnréttisskóla GRÓ og leiðir saman fulltrúa Norðurlandanna á sviði sáttamiðlunar og friðaruppbyggingu.

Í ávarpi sínu vakti Guðlaugur Þór athygli á þeim verkefnum sem Ísland hefur staðið fyrir á málefnasviðinu og lagði áherslu á mikilvægi ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. „Mikilvægt er að tryggja virka þátttöku kvenna á öllum stigum friðarferla til þess að stuðla að stöðugleika og koma í veg fyrir átök. Þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku er jafnframt forsenda varanlegs friðar og framþróunar“ sagði Guðlaugur Þór.

Tengslanetið var stofnað að frumkvæði norskra stjórnvalda árið 2015 en markmið þess er að stuðla að virkri aðkomu kvenna á öllum stigum friðarviðræðna og framkvæmdar friðarsamkomulaga.

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta