Guðlaugur Þór stýrði fundi með EFTA-nefndum
„Við höfum sett saman metnaðarfulla framkvæmdaáætlun fyrir komandi formennskuár. EFTA mun áfram verða lykilvettvangur þegar kemur að viðskiptastefnu EFTA-ríkjanna fjögurra og hyggjumst við áfram byggja á þeim grunni,“ sagði ráðherrann.
Ráðherra ítrekaði auk þess mikilvægi öflugrar fríverslunar og opinna viðskipta og kom þeirri brýningu áleiðis að allir hlutaðeigandi sinntu hlutverki sínu við að tryggja gagnsæi og aukinn skilning almennings á fríverslun og þeim ábata sem af henni leiðir.
„Samtalið við þingmenn og aðila vinnumarkaðarins um fríverslunarsamstarfið er mikilvægur þáttur í starfi EFTA og hluti af því að skapa breiða sátt um fríverslun og kynna mikilvægi hennar fyrir EFTA-ríkin,“ sagði Guðlaugur Þór.