Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

DIGITAL Europe áætlunin - Kynningarfundur 2. desember

DIGITAL Europe er ný styrkjaáætlun ESB sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila. Í tilefni þess að fyrstu köllin hafa verið birt, bjóða Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytið til kynningar á áætluninni og tengdum stafrænum tækifærum fyrir íslenska aðila.

Staður: Gróska í Vatnsmýri, salur á jarðhæð

Stund: Fimmtudagur 2. desember kl. 15-16.30

Dagskrá fundarins:

15:00: Stafræn tækifæri: Einar Gunnar Guðmundsson – fjármála- og efnahagsráðuneyti

15:10: DIGITAL Europe: Katrín Jónsdóttir og Hannes Ottósson - Rannís

15:20: European Digital Innovation Hubs og stafræn gróska: Sigríður Valgeirsdóttir – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

15:35: Ofurtölvur: Kristján Hafsteinsson, Origo

15:45: Gervigreind: Kristinn R. Þórisson -  Vitvélastofnun

15:55: Netöryggi: Theódór R. Gíslason - Syndis

16:05: Umræður

Stafræn tækni og innviðir gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar og viðskiptum. DIGITAL Europe er ætlað að brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða.

Áætlunin mun veita stefnumótandi fjármögnun og stuðning við verkefni á fimm lykilsviðum:

 

 

 Heildarfjárveiting áætlunarinnar er 7,6 milljarðar evra og miðar að því að móta stafræna umbreytingu Evrópu og mun skila ávinningi fyrir alla, en sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Bætist þessi f
jármögnun við það sem þegar er í boði í gegnum aðrar áætlanir ESB, svo sem Horizon Europe áætlunina um rannsóknir og nýsköpun, svo eitthvað sé nefnt. DIGITAL Europe nær til áranna 2021-2027, í takt við Horizon Europe og aðrar áætlanir ESB. Nánari upplýsingar um DIGITAL Europe áætlunina.

Fjöldi þátttakenda á staðnum mun miða við sóttvarnatakmarkanir. Við hvetjum þátttakendur til að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta