Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Níunda skýrsla Íslands um Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Ísland skilaði á dögunum níundu skýrslu sinni um framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Samningurinn er frá 1979 og hefur Ísland verið aðili að honum frá 1985.

Samkvæmt 18. gr. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna er aðildarríkjum skylt að skila reglulega skýrslu um þær ráðstafanir sem ríki hafa gert til þess að framfylgja ákvæðum samningsins og sýna fram á þá þróun sem orðið hefur frá síðustu skýrslu viðkomandi ríkis.

Níunda skýrsla Íslands tekur til tímabilsins frá skilum síðustu skýrslu, 30. júlí 2014 og til 1. september 2021. Leitast er við að gefa rétta mynd af því hvernig sáttmálanum hefur verið framfylgt á tímabilinu og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá 10. mars 2016.

Skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu vann skýrsluna.

Níunda skýrsla Íslands um framkvæmd Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta