Hoppa yfir valmynd
2. desember 2021 Dómsmálaráðuneytið

Brynjar Níelsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Brynjar Níelsson - myndAlþingi

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðnu kjörtímabili, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra.

Brynjar lauk embættispróf í lögfræði HÍ 1986 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1989 og Hæstarétti árið 1998. Hann var fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík 1986–1991 og hefur rekið eigin lögmannsstofu síðan 1991. Brynjar var formaður Lögmannafélags Íslands 2010–2012. Brynjar var alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016 og alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2016. Hann var 2. varaforseti Alþingis frá 2017, nefndarmaður og formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sat í umhverfis- og samgöngunefnd, í velferðarnefnd og í efnahags- og viðskiptanefnd. Auk Brynjars verður Hreinn Loftsson innanríkisráðherra til aðstoðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta