Verkefnisstjóri ráðinn til undirbúnings nýju ráðuneyti
Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og sat í háskólaráði HR. Síðustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri fyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum.