Hoppa yfir valmynd
6. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ráðið Þórlind Kjartansson í stöðu aðstoðarmanns ráðherra.

Þórlindur er með BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og ML-gráðu í lögfræði með sérstaka áherslu á alþjóðalög frá Háskólanum í Reykjavík.

Þórlindur býr að fjölbreyttri reynslu úr atvinnulífinu og þjóðmálum. Hann hefur starfað sjálfstætt undanfarin ár og veitt fjölda fyrirtækja og stofnana margvíslega þjónustu, einkum á sviði stefnumótunar og alþjóðlegra samningamála. Hann var framkvæmdastjóri rekstrar hjá Meniga á árunum 2012-2015 og stjórnarformaður Innovit-nýsköpunarseturs á árunum 2009-2012. Þar áður starfaði hann meðal annars við markaðsmál hjá Landsbankanum, sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu, ráðgjafi fjármálaráðherra, textasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni og við eigin atvinnurekstur á sviði upplýsingatækni og miðlunar.

Þórlindur var um árabil fastur pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Auk þess hefur hann skrifað hundruð pistla um margvísleg málefni á vefritið Deigluna og þrjár bækur um íþróttir, í félagi við Eggert Þór Aðalsteinsson.

Þórlindur hefur jafnframt gegnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum, var meðal annars formaður Vöku-félags lýðræðissinnaðra stúdenta, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta