Hoppa yfir valmynd
9. desember 2021 Utanríkisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ísland gerist aðili að Marakess-sáttmálanum

Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands gagnvart alþjóðastofnunum í Genf og Hasan Kleib, varaframkvæmdastjóri Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO).  - mynd

Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands gagnvart alþjóðastofnunum í Genf, afhenti í dag aðildaskjal Íslands að Marakess-sáttmálanum fyrir hönd íslenska ríkisins. Aðildin tekur formlega gildi 9. mars nk.

Marakess-sáttmálinn miðar að því að tryggja aðgengi blindra, sjónskertra og prentleturshamlaðra að höfundarréttarvörðu efni. Í honum er kveðið á um reglur um meðferð höfundaréttarmála er þeim tengjast og fyrirkomulagi sem tryggir aðgengi að efni óháð landamærum. Sáttmálinn snertir fyrst og fremst aðila sem ekki starfa í hagnaðarskyni, s.s. Hljóðbókasafn Íslands, og heimildir þeirra til að gefa út höfundaréttarvarið efni á aðgengilegu formi og miðla til skilgreindra notenda sem á þurfa að halda.

Um 85 þjóðir hafa gerst aðilar að Marakess-sáttmálann, þar á meðal Evrópusambandið sem heild.

Unnið hefur verið að nauðsynlegum breytingum á höfundalögum, sbr. lög nr. 13/2021, til að Ísland gæti gerst aðili að sáttmálanum. Lagabreytingarnar gengu í gildi sl. vor á 151. löggjafarþingi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta