Hoppa yfir valmynd
21. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

Ástand og horfur í alþjóðamálum efst á baugi NB8-fundar

Belarús, réttarríkið, og málefni Sameinuðu þjóðanna og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem fram fór í dag. Fundurinn var sá síðasti undir formennsku Finnalands og tekur Litháen við formennsku í samstarfi ríkjanna um áramót. 

Samvinna ríkjanna á vettvangi alþjóðastofnana hefur sjaldan verið öflugri. Nokkur ríkjanna eiga sæti í öryggisráðinu og mannréttindaráðinu sem veitir enn frekari tækifæri til að koma sameiginlegum sjónarmiðum á framfæri. Um áramót lýkur árslangri formennsku Svíþjóðar í ÖSE þar sem öll helstu átakamál Evrópu eru til umfjöllunar. 

María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnu, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta