Ástand og horfur í alþjóðamálum efst á baugi NB8-fundar
Samvinna ríkjanna á vettvangi alþjóðastofnana hefur sjaldan verið öflugri. Nokkur ríkjanna eiga sæti í öryggisráðinu og mannréttindaráðinu sem veitir enn frekari tækifæri til að koma sameiginlegum sjónarmiðum á framfæri. Um áramót lýkur árslangri formennsku Svíþjóðar í ÖSE þar sem öll helstu átakamál Evrópu eru til umfjöllunar.
María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnu, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.