Skattabreytingar um áramót
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Hér verður fjallað um helstu efnisatriði breytinganna en nánari upplýsingar um einstakar breytingar má finna í greinargerðum viðkomandi lagafrumvarpa á vef Alþingis.
Tekjuskattur einstaklinga
Um áramótin mun nýtt viðmið um þróun þrepa- og skattleysismarka tekjuskatts einstaklinga taka gildi. Breytingin er síðasti áfangi skattkerfisbreytinga fyrir einstaklinga síðustu ár, þar sem tekjuskattur hefur lækkað talsvert – mest hjá tekjulægri hópum. Þrepa- og skattleysismörk munu þá þróast í takt við vísitölu neysluverðs að viðbættu mati á langtímaframleiðni. Miðað verður við 1% framleiðnivöxt á ári sem tekið verður til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst vegna staðgreiðsluársins 2027. Skattleysismörk munu því hækka umfram það sem þau gerðu þegar einnig verður tekið mið af framleiðniaukningu. Sama viðmið verður hér eftir notað við uppfærslu skattleysis- og þrepamarka þannig að skattbyrði mismunandi tekjuhópa þróist ekki með ólíkum hætti til lengri tíma litið. Áður fylgdu þrepamörk efsta þrepsins launavísitölu en skattleysismörk fylgdu vísitölu neysluverðs. Mismikil hækkun skattleysis- og þrepamarka hefur leitt til þess að hlutfallsleg skattbyrði einstaklinga í neðri hluta tekjudreifingarinnar hefur hækkað meira en hjá einstaklingum í efri hluta tekjudreifingarinnar án þess að sérstök ákvörðun liggi fyrir þar um. Samtals hækka viðmiðunarfjárhæðir tekjuskatts um 6,1%. Skatthlutföll tekjuskatts til ríkisins verður óbreytt ásamt meðalútsvari.
Í töflunni hér að neðan eru sýnd skattleysismörk, persónuafsláttur, og þrepamörk fyrir árin 2021 og 2022.
Tekjuskattur einstaklinga |
2021 |
2022 |
||
---|---|---|---|---|
Á ári |
Á mánuði |
Á ári |
Á mánuði |
|
Þrepamörk upp í miðþrep |
4.188.211 |
349.018 |
4.445.783 |
370.482 |
Þrepamörk upp í háþrep |
11.758.159 |
979.847 |
12.481.275 |
1.040.106 |
|
||||
Persónuafsláttur |
609.509 |
50.822 |
646.993 |
53.916 |
Skattleysismörk tekjuskattsstofns |
1.938.024 |
161.501 |
2.057.212 |
171.434 |
Skattleysismörk launa* |
2.018.775 |
168.230 |
2.142.929 |
178.577 |
* að teknu tilliti til lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð
Barnabætur
Þríþættar breytingar á barnabótum eru boðaðar um áramótin. Fjárhæðir barnabóta munu hækka á bilinu 5,5% til 5,8%. Þá munu neðri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 8,0% og efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta um 12%.
Viðmiðunarfjárhæðir barnabóta 2022 |
Einstætt foreldri |
Foreldrar í sambúð |
Hækkun milli ára |
---|---|---|---|
Neðri skerðingarmörk |
4.549.000 |
9.098.000 |
8,0% |
Efri skerðingarmörk |
6.160.000 |
12.320.000 |
12,0% |
Barnabætur með fyrsta barni |
413.000 |
248.000 |
5,7-5,8% |
Barnabætur með börnum umfram eitt |
423.000 |
295.000 |
5,5-5,7% |
Viðbótarbarnabætur með börnum yngri en 7 ára |
148.000 |
148.000 |
5,7% |
Hækkun neðri skerðingarmarka leiða til þess að foreldrar geti haft hærri tekjur án þess að það komi til skerðingar á barnabótum. Fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 395 þús.kr. á mánuði. Fyrir foreldra í sambúð sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing upp að 790 þús.kr. í samanlögð mánaðarlaun. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra.
Barnabætur með tveimur börnum, |
2021 |
2022 |
Breyting |
---|---|---|---|
Einstætt foreldri með 4,5 m.kr. í árstekjur |
892.700 |
978.900 |
86.200 |
Einstætt foreldri með 6,2 m.kr. í árstekjur |
722.200 |
818.300 |
96.100 |
Einstætt foreldri með 8,4 m.kr. í árstekjur |
496.720 |
571.340 |
74.620 |
Hjón með 9,1 m.kr. í árstekjur |
586.100 |
690.800 |
104.700 |
Hjón með 12,1 m.kr. í árstekjur |
276.640 |
390.800 |
114.160 |
Hjón með 14,0 m.kr. í árstekjur |
134.140 |
223.680 |
89.540 |
Tryggingagjald
Í ársbyrjun 2022 mun tímabundin lækkun á almenna tryggingagjaldinu, sem var hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar, renna sitt skeið á enda. Skatthlutfall almenns tryggingagjalds mun því fara úr 4,65% í 4,9%. Tryggingagjald í heild breytist þannig úr 6,1% í 6,35%, sbr. meðfylgjandi töflu.
Tryggingagjald |
2021 |
2022 |
---|---|---|
Almennt tryggingagjald |
4,65% |
4,90% |
Atvinnutryggingagjald |
1,35% |
1,35% |
Gjald í Ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota |
0,05% |
0,05% |
Markaðsgjald |
0,05% |
0,05% |
Tryggingagjald, samtals |
6,10% |
6,35% |
Erfðafjárskattur
Skattfrelsismark erfðafjárskatts tekur árlegri breytingu miðað við þróun vísitölu neysluverðs og hækkar úr 5.000.000 kr. í 5.255.000 ársbyrjun 2022. Er það í samræmi við samþykktar breytingar við afgreiðslu fjárlaga 2021 þar sem skattfrelsismarkið var hækkað úr 1,5 m.kr. í 5 m.kr. og skyldi framvegis taka árlega breytingu miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Skatthlutfallið helst óbreytt.
Erfðafjárskattur |
2021 |
2022 |
---|---|---|
Skatthlutfall |
10% |
10% |
Skattfrelsismark |
5.000.000 kr. |
5.255.000 kr. |
Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl.
Krónutölugjöld hækka um 2,5% um næstu áramót en það er lækkun að raungildi þar sem hækkunin er minni en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu sem er mæld 5,1%. Lágmark bifreiðagjalds hækkar um 1.000 kr. til viðbótar við 2,5% verðlagsuppfærslur. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2021 og 2022 eru sýndar í meðfylgjandi töflu.
Helstu krónutölugjöld |
2021 |
2022 |
---|---|---|
Bensín- og olíugjöld (kr./ltr.) |
|
|
Almennt vörugjald á bensín |
29,45 |
30,20 |
Sérstakt vörugjald á bensín |
47,50 |
48,70 |
Olíugjald |
66,00 |
67,65 |
Kolefnisgjald |
|
|
Gas- og dísilolía (kr./ltr.) |
11,75 |
12,05 |
Bensín (kr./ltr.) |
10,25 |
10,50 |
Brennsluolía (kr./kg) |
14,45 |
14,80 |
Jarðolíugas (kr./kg) |
12,85 |
13,15 |
Bifreiðagjald (kr.)* |
|
|
Grunngjald bifreið < 3.500 kg. |
6.380/154 |
7.540/158 |
Grunngjald bifreið > 3.500 kg. |
59.785/2,55/94.095 |
62.280/2,61/97.445 |
Kílómetragjald (kr./km.) |
|
|
Kílómetragjald |
(allir gjaldflokkar hækka um 2,5%) |
|
Áfengisgjald (kr./cl.) |
|
|
Bjór |
128,80 |
132,00 |
Léttvín |
117,30 |
120,25 |
Sterkt vín |
158,75 |
162,70 |
Tóbaksgjald |
|
|
Vindlingar (kr./pk.) |
528,85 |
542,05 |
Neftóbak (kr./gr.) |
29,40 |
30,15 |
Annað (kr./gr.) |
29,40 |
30,15 |
*Sýnt er grunngjald á hvert ökutæki, einingagjald á hvert gr. umfram 121 gr. CO2og hámarksgrunngjald. |
Virðisaukaskattur
Um áramótin mun hámark á niðurfellingu VSK við kaup á tengiltvinnbifreið lækka um helming og fara úr 960.000 kr. í 480.000 kr. á hverja bifreið. Hámark á niðurfellingu VSK fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar verður óbreytt. Niðurfellingu á VSK lýkur fyrir hvern flokk þegar annað hvort 15 þús. bifreiða fjöldamarki er náð eða við lok gildistíma. Skatturinn birtir reglulega á heimasíðu sinni frétt um fjölda tengiltvinnbifreiða sem hafa hlotið niðurfellingu á VSK og verið skráðar í ökutækjaskrá til að innflytjendur geti fylgst með stöðunni.
Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á vistvænum bifreiðum (kr./bifreið)* |
2021 |
2022 |
---|---|---|
Rafmagns- og vetnisbifreið |
1.560.000 |
1.560.000 |
Tengiltvinnbifreið |
960.000 |
480.000 |
*Niðurfelling fellur brott þegar annað hvort gildistíma fyrir hvern flokk er náð eða frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15 þús. bifreiðar fyrir hvern flokk hafa verið skráðar í ökutækjaskrá. |
Endurgreiðslur á 100% VSK vegna vinnu sem unnin er á byggingarstað eða við endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði verða framlengdar til og með 31. ágúst 2022 og lækka þá niður í 60%. Einnig munu aðrar endurgreiðslur á 100% VSK verða framlengdar til og með 30. júní 2022 og falla þá að fullu niður. Endurgreiðsla á 100% VSK vegna bílaviðgerða verður ekki framlengd og fellur því niður um næstu áramót.
Tegund framkvæmda |
Endurgreiðsluhlutfall frá 1. mars 2021 |
Endurgreiðsluhlutfall frá 1. jan. 2022 |
---|---|---|
Íbúðarhúsnæði: nýbyggingar, endurbætur og viðhald |
100% |
100% til 31. ágúst og fer þá í 60% |
Íbúðar- og frístundahúsnæði: hönnun og eftirlit |
100% |
100% til 30. júní og fer þá í 0% |
Frístundahúsnæði: nýbyggingar og viðhald |
100% |
100% til 30. júní og fer þá í 0% |
Heimilishjálp og regluleg umhirða heimila |
100% |
100% til 30. júní og fer þá í 0% |
Bifreiðaviðgerðir einstaklinga |
100% |
0% |
Annað húsnæði sveitarfélaga |
100% |
100% til 30. júní og fer þá í 0% |
Gistináttaskattur
Gistináttaskattur, sem er 300 kr. á hverja gistináttaeiningu, var felldur niður frá apríl 2020 til desember 2021 og var ein af aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. Ákveðið hefur verið að framlengja niðurfellingu gistináttaskatts til ársloka 2023.