Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Reglugerðarbreyting eykur möguleika örorkulífeyrisþega til að styðja börn sín til náms óháð námshlutfalli

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri. Í breytingunni felst að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót þó á heimilinu sé barn örorkulífeyrisþega eldra en 18 ára í minna en 100% námi. Áður var gerð krafa um fullt nám ungmennis.

Gerðar voru breytingar á reglugerðinni vorið 2021 með að markmið að stuðla að jafnrétti til náms. Eftir breytinguna gat lífeyrisþegi haldið heimilisuppbót þrátt fyrir að hann deildi heimili með ungmenni í fullu námi undir 26 ára aldri. Áður féll heimilisuppbót niður ef lífeyrisþegi deildi heimili með ungmenni eldri en 20 ára, þó ungmennið væri í námi. 

„Með þessari breytingu er fötluðum foreldrum gert kleift að styðja börn sín til náms með því að leyfa þeim að búa áfram í foreldrahúsum meðan á námi stendur, hvort sem þau eru í fullu námi eða hlutanámi, en nemendur hafa ekki alltaf tök á að stunda fullt nám. Hér stígum við því skref í átt að auknum jöfnuði til náms óháð bakgrunni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta