Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

Jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og tjónabætur greiddar út

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki, landgreiðslur og tjónabætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda vegna ársins 2021. Styrkir vegna jarðræktar nema alls 379.624.751 kr. skv. fjárlögum ársins 2021 og 377.624.620 í landgreiðslustyrki, sem gera alls 757.249.371 kr.

Samþykktar umsóknir þetta árið voru 1.518 talsins. Landgreiðslur voru veittir vegna 79.869 hektara (ha) 35.860 spildna. Einingaverð landgreiðslna er 4.718 kr. pr. ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 11.201 ha sem skiptust niður á 4.634 ræktunarspildur. Einingaverð jarðræktarstuðning er 34.687 kr./ha. Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is, sem svo aftur byggir á landupplýsingagrunni túnkorta. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr. 430/2021.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda hektara (ha.) sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast skv. töflu í 7. gr. reglugerðar nr. 430/2021.

Umsækjendur hafa fengið rafrænt bréf með upplýsingum um úthlutun jarðræktar- og landgreiðslustyrkja, sem finna má inn í jarðabók Afurðar sem og inn í stafrænu pósthólfi stjórnvalda á Ísland.is. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta