Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2022 Matvælaráðuneytið

Staðfesting lokauppgjörs í garðyrkju fyrir árið 2021

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vekur athygli framleiðenda í garðyrkju á að hver framleiðandi sem hlotið hefur beingreiðslur á árinu 2021 skal skila ráðuneytinu heildaruppgjöri fyrir árið. Uppgjörið skal senda rafrænt til ráðuneytisins og skal það vera staðfest af löggiltum endurskoðanda í samræmi við 21. gr. reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020.

Uppgjörinu skal skila til ráðuneytisins fyrir 15. febrúar 2021.

Þá er einnig vakin athygli á að fullnægjandi skil á skýrsluhaldi eru skilyrði fyrir beingreiðslum í garðyrkju. Áður en lokauppgjör fer fram er nauðsynlegt að ræktunarupplýsingar liggi fyrir í Jörð.is ( gagnagrunn í jarðrækt) í samræmi við 22. gr. fyrrnefndrar reglugerðar. Þá vill ráðuneytið koma því á framfæri að unnið er að einföldun skráningar ræktunarupplýsinga.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta